Upplýsingar

Tónafjósið
(Athugið að námskeiðið er einungis fyrir 18 ára og eldri.)
Tónafjósið hefur það að markmiði að skapa frjótt umhverfi fyrir sköpun nútímatónlistar og víkka
sjóndeildarhring þátttakenda með fyrirlestrum, æfingum og tóndæmum. 

Þátttakendur fá tækifæri til að þróa verk sem þeir hafa verið að vinna að og fullmóta þau á staðnum
eða fast við nýjar hugmyndir sem spretta af fyrirlestrum og annarri reynslu sem þeir verða fyrir á
Eiðum.

Í Barnaskólanum er fjöldi æfingaherbergja og tekið er við ábendingum um hverju þörf er á ( hljóðfæri
og tækjabúnaður).

Námskeiðið hefst 18. ágúst og mun ljúka með tónleikahaldi helgina 22. – 24. ágúst. Tónleikar verða aðallega í óhefðbundu húsnæði á Fljótsdalshéraði en líka í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.



Verð, matur og gisting
Verð á námskeiðinu er 30.000 kr. og í því er innifalin kennsla, gisting og matur. Matseðillinn mun
henta bæði kjöt- og grænmetisætum.

Í Barnaskólanum er gist er í kynjaskiptum heimavistarherbergjum með kojum; rúm eru uppbúin.

Samgöngur og þjónusta
Í Egilsstaði er hægt að komast með rútu eða flugi en engar almenningssamgöngur eru út í Eiða.
Þátttakendur verða sóttir í Egilsstaði.

Á Eiðum er engin þjónusta svo sem verslun eða pósthús en skipulagðar verða nokkrar ferðir í
Egilsstaði.

Umsjón og nánari upplýsingar
Umsjónarmaður er Suncana Slamnig.
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 867-3083 eða gegnum tölvupóst í sunchaz@hotmail.com

Eiðar
Eiðar, lítið þéttbýli í 13 km fjarlægð frá Egilsstöðum, voru í rúma öld, frá árinu 1883, helsta skólasetur
á Austurlandi, fyrst sem Búnaðarskóli og síðan Alþýðuskóli. Barnaskólinn á Eiðum var stofnaður árið
1959 en skólahald lagðist þar alfarið af árið 2009.
Á sumrin lifnar þó Barnaskólinn við; í júní og júlí eru þar starfræktar sumarbúðir fyrir fatlaða, í
ágúst taka við tónlistarsumarbúðir fyrir börn og í sumar hefur starfsemi sína Tónafjósið á Eiðum,
tónsmíðaverkstæði fyrir listaháskólanema og áhugafólk um tónsmíðar.